GARÐS APÓTEK

Garðs Apótek hefur starfað í yfir 60 ár.

Garðs apótek í yfir 60 ár

Garðs Apótek tók til starfa 27. október 1956 og hefur því starfað í yfir 60 ár. Apótekið var fyrst að Hólmgarði 34, þaðan sem apótekið dregur nafn sitt, en var síðar flutt að Sogavegi 108 þar sem það er nú staðsett. Stofnandi og fyrsti lyfsali Garðs Apóteks var Mogens A. Mogensen og rak hann apótekið til loka árs 1984 er Örn Ævarr Markússon tók við og var lyfsali til loka árs 1997. Jón R. Sveinsson tók þá við apótekinu og rak apótekið til 1. ágúst 2006 er Haukur Ingason keypti apótekið og tók við lyfsöluleyfinu. Haukur Ingason er því fjórði apótekarinn í yfir 60 ára sögu Garðs Apóteks. Eftir 14 ár sem apótekari ákvað Haukur að selja apótekið til Lyf & heilsu og tóku nýir eigendur við apótekinu 1. júní 2021.


Auk lyfja og hjúkrunarvara er gott úrval af fæðubótarefnum, vítamínum og heilsuvörum í apótekinu. Boðið er upp á heimsendingar í nágrenni við apótekið og póstsendingar um land allt. Lyfjaskömmtun er fyrir þá sem þess óska. Sérhæfð þjónustu er varðandi stómavörur, þvagleggi, næringardrykki og sykursýkisvörur.

Garðs Apótek er í alfaraleið á miðju höfuðborgar-svæðinu. Auðvelt og fljótlegt er að komast til og frá apótekinu og næg bílastæði við innganginn. Apótekið er bjart og rúmgott og góð aðstaða fyrir viðskiptavini.

Verið velkomin í Garðs Apótek. Garðs Apótek er opið virka daga kl. 9-18, lokað um helgar.

Lágt lyfjaverð
Einföld leið til að lækka lyfjakostnaðinn:
Kaupið lyfin í Garðs Apóteki!

Mikið hefur verið rætt um leiðir til að lækka lyfjakostnað sjúklinga hér á landi á undanförnum árum. Mörgum hefur þó yfirsést einfaldasta leiðin:
Að kaupa lyfin í Garðs Apóteki í stað dýrari apóteka.

Lyfjaverð er mun lægra í Garðs Apóteki en í mörgum öðrum apótekum samkvæmt verðkönnunum ASÍ. Hægt er að spara með því að kaupa lyfin í Garðs Apóteki.


Opnunartími og Staðsetning
Garðs Apótek er opið virka daga kl. 9-18, lokað um helgar.

Garðs Apótek er að á gatnamótunum að Sogavegi og Réttarholtsvegi.
Örstutt er frá Miklubrautinni að Garðs Apóteki, apótekið er við brúna yfir Miklubrautina á milli Skeiðarvogs og Réttarholtsvegar (úr Fenjum í Gerði).

Strætó nr. 17 fer Sogaveginn og stoppar í 1 mínútu göngufæri við apótekið. Strætóar nr.  3, 6, 14, 15 og 18 stoppa við Mikubrautina í 4. mínútna göngufæri við apótekið.