Lágt lyfjaverð

Garðs Apótek er gamalgróið apótek sem býður upp á lágt lyfjaverð og góða þjónustu.

Auk lyfja og hjúkrunarvara er gott úrval af fæðubótarefnum, vítamínum og heilsuvörum í apótekinu.

Garðs Apótek er í alfaraleið á miðju höfuðborgarsvæðinu. Auðvelt er að komast til og frá apótekinu og næg bílastæði við innganginn.

Apótekið er bjart og rúmgott og gott aðgengi fyrir viðskiptavini.

Verið velkomin í Garðs Apótek, opið er virka daga frá kl. 9 til kl. 18, lokað um helgar.

Um okkur

Góð þjónusta

Afgreiðslan er hröð og þjónustan er persónuleg í Garðs Apóteki.

Hægt er að láta taka til lyf á lyfseðla með því að nota Appótek Garðs Apóteks, senda tölvupóst eða hringja í apótekið.

Boðið er upp á heimsendingar á höfuðborgarsvæðinu og póstsendingar um land allt.

Lyfjaskömmtun er fyrir þá sem þess óska.

Sérhæfð þjónustu er varðandi stómavörur, þvagleggi, næringardrykki og sykursýkisvörur.

Viðskiptavinir geta sest niður og gluggað í tímarit eða fengið sér kaffbolla eða vatnsglas í rólegheitum.

Þjónusta

FYRSTA NETAPÓTEKIÐ

Fyrsta netapótekið: APPÓTEK GARÐS APÓTEKS (www.appotek.is). Hægt er að fara í netapótekið með farsímum og tölvum

[/ux_banner]
 


[/ux_banner]

Garðs Apótek