ÞJÓNUSTA

Lyfin sótt
Sjúklingar og umboðsmenn þeirra geta sótt lyf í apótekið. Hægt er að koma með lyfseðla í apótekið eða látið afgreiða lyfseðla sem eru í lyfseðlagátt eða sendir í gegnum síma eða myndsendi (fax).
Hægt er að hafa lyfin tilbúin þegar þau eru sótt ef lyfseðlar eru rafrænir í lyfseðlagátt, lyfseðlar geymdir í apótekinu eða þeir sendir með síma eða myndsendi. Rafrænir lyfseðlar og lyfseðlar á blaði geta verið fjölnota, en símsendir og myndsendir lyfseðlar eru einnota. Nánari upplýsingar í Garðs Apóteki, sími 568 0990
Setustofa Garðs Apóteks

Lyfjaskömmtun
Garðs Apótek býður upp á lyfjaskömmtun í skammtabox fyrir þá sem þess óska. Yfirleitt er skammtað til fjögurra vikna í einu.
Ekki er tekið skömmtargjald né heldur gjald fyrir boxin sem notuð eru.
Nánari upplýsingar í Garðs Apóteki, sími 568 0990
Lyfjabox Garðs Apóteks